Biden hótar Pútín persónulegum viðurlögum

Joe Biden snæddi ís í höfuðborginni í dag.
Joe Biden snæddi ís í höfuðborginni í dag. AFP

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heldur áfram að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, frá því að ráðast inn í Úkraínu. 100.000 rússneskir hermenn standa við landamæri ríkjanna tveggja sem hefur skapað mikinn usla meðal vestrænna þjóða.

Biden segir hættuna á rússneskri innrás ennþá bráða og að ef svo yrði yrðu viðbrögð Bandríkjamanna, og bandamanna þeirra, tröllaukin. Svo mjög að þau gætu breytt heiminum.

Persónuleg viðurlög hugsanleg

Spurður hvort þau viðbrögð gætu beinst að Pútín sérstaklega svaraði forsetinn því jánkandi. „Ég sé það alveg fyrir mér,“ sagði hinn 79 ára gamli Biden á blaðamannfundi í dag.

Samkvæmt heimildarmanni fréttaveitunnar AFP vinna Bandarísk stjórnvöld nú að tillögum að refsiaðgerðum gegn Rússum ef þeir létu til skarar skríða. Þá yrðu miklar hömlur settar á, meðal annars, hátæknivörur tengdum gervigreind, skammtatölvur og geimflaugatæki.

Slíkur búnaður sé nær eingöngu fáanlegur í Bandaríkjunum og myndi setja þá tæknivæðingu sem þörf er á í efnahagi Rússlands í uppnám.

Vladimír Pútín fundaði í dag með ólympíuförum Rússa sem etja …
Vladimír Pútín fundaði í dag með ólympíuförum Rússa sem etja kappi á vetrarólympíuleikunum í Peking í ár. AFP

Boris samstíga Biden

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, var einnig herskár í yfirlýsingum í dag og sagði þau viðurlög sem Bretar væru með á borðinu þau þyngstu sem Bretar hefðu beitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert