Leiðtogar Evrópu og Bandaríkjanna á sömu blaðsíðu

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á fjarfundi með leiðtogum stærstu ríkja …
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á fjarfundi með leiðtogum stærstu ríkja Evrópu. Ljósmynd/Twitter

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að það sé algjör samstaða meðal leiðtoga Evrópuríkja um málefni Rússlands og Úkraínu. Um 100 þúsund rússneskir hermenn hafa safnast saman við landamæri ríkjanna tveggja og innrás er sögð vofa yfir.

Biden og leiðtogar Evrópuríkja ræddu saman á fjarfundi í gær. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar Rússa við að innrás muni mæta þungum efnahagslegum afleiðingum.

Rússar þvertaka fyrir innrás

Ásamt leiðtogum frá Bretlandi og Bandaríkjunum voru einnig leiðtogar Frakka, Þýskalands, Ítalíu, Póllands, Evrópusambandsins og NATO.

„Við áttum mjög, mjög, mjög góðan fund – það er algjör samstaða meðal evrópskra leiðtoga,“ sagði Biden.

Komi til þess að Rússar ráðist inn í Úkraínu verða samstilltar aðgerðir Evrópuríkja og Bandaríkjamanna settar í gang sem miða að því að láta Rússa finna fyrir efnahagslegum afleiðingum.

Til viðbótar við það eru um 8.500 bandarískir hermenn í viðbragðsstöðu ef til átaka kemur. Bandaríkjamenn hafa svo sent um 90 tonn af herbúnaði til Úkraínu.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir þó að hermennirnir 8.500 verði ekki notaðir nema NATO komi sér saman um hernaðarlegt viðbragð.

mbl.is