Mega vænta harðari aðgerða

Johnson segir Rússa mega vænta harðra aðgerða ráðist þeir inn …
Johnson segir Rússa mega vænta harðra aðgerða ráðist þeir inn í Úkraínu. AFP

Ráðist Rússar inn í Úkraínu mega þeir vænta harðari viðskiptaþvingana en áður hefur verið beitt, segir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Þessi orð lét hann falla í þinginu eftir fjarfund leiðtoga Evrópuríkja og Bandaríkjanna í gær um stöðuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. AFP-fréttastofan greinir frá.

Innrás Rússa inn í Úkraínu er talin vofa yfir, en yfir 100 þúsund rússneskir hermenn hafa safnast við landamæri ríkjanna.

Johnson sagði ekki hægt að gefa eftir sýnina um frjálsa og samstíga Evrópu, sem hafi birst við lok kalda stríðsins, af því að „Rússar beini byssu að höfði Úkraínu.“

mbl.is