Nítján létu lífið í bruna

Slagsmál urðu þess valdandi að eldur kviknaði í húsnæðinu.
Slagsmál urðu þess valdandi að eldur kviknaði í húsnæðinu. AFP

Að minnsta kosti 19 létu lífið eftir að slagsmál brutust út í næturklúbbi í bænum Sorong í Indónesíu sem urðu þess valdandi að eldur kviknaði í staðnum.

Eitt fórnarlambið lést vegna stunguárásar en 18 til viðbótar létust í brunanum.

Næturklúbburinn brann næstum til kaldra kola en á vettvangi mátti einnig sjá farartæki sem lá þar fyrir utan, brunnið og illa leikið.

„Slagsmálin brutust út í gærkvöldi klukkan 11. Þetta var framhald af átökum sem hófust á laugardag,“ sagði yfirlögreglustjórinn Ary Nyoto Setiawan í yfirlýsingu. 

Í slagsmálunum, sem voru milli tveggja mismunandi þjóðernishópa, komu meðal annars við sögu sveðjur, örvar og Molotov-kokteilar.

Hafa lögregluyfirvöld nú þegar verið í samráði við trúarlega leiðtoga á svæðinu um hvernig megi koma í veg fyrir frekari átök milli hópanna en þau sem brutust út á laugardag byggðu á einhvers konar misskilningi, að sögn yfirlögreglustjórans.  

Hafa lögregluyfirvöld í Sorong nú fengið liðsauka til að aðstoða við að halda frið á svæðinu.

Næturklúbburinn Double O sem brann.
Næturklúbburinn Double O sem brann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert