Saka Google um að hagnast á staðsetningargögnum notenda

Stórt dómsmál hefur verið höfðað gegn Google.
Stórt dómsmál hefur verið höfðað gegn Google. AFP

Hópur æðstu embættismanna bandarískra dómsmála sakar Google um að rekja og hagnast á staðsetningargögnum notenda, þrátt fyrir að fyrirtækið láti notendur halda að þeir geti átt við stillingar og þannig verndaðfriðhelgi einkalífsins.

Google byggir ítarlega prófíla og selur mjög markvissar auglýsingar með gögnum sem safnað er frá milljörðum notenda víðsvegar um allan heim. Eru staðsetningargögn notendanna einn helsti liðurinn í sölu á auglýsingum hjá fyrirtækinu.

„Google hefur látið notendur ranglega trúa því að breyting á reikningi þeirra og stillingar á tækjum geri notendunum kleift að vernda friðhelgi einkalífsins,“ sagði Karl Racine, sak­sókn­ari í Washingt­on D.C.

Saksóknarar, æðstu löggæslumenn og lögfræðilegir ráðgjafar frá Indiana, Washington og Texas hafa einnig sakað Google um slíkt hið sama.

Fullyrðingarnar ónákvæmar

Google sagði að fullyrðingar embættismannanna væru ónákvæmar og byggðar á úreltum fullyrðingum um stillingar þess.

„Við höfum alltaf byggt persónuverndareiginleika inn í okkar vörur og veitt öflugar stýringar fyrir staðsetningargögn. Við munum verja okkur af krafti og leiðrétta þessar ásakanir,“ sagði Google í yfirlýsingu.

Racine hélt því fram að frá 2014 til að minnsta kosti 2019 hafi Google haldið því fram að notendur gætu slökkt á „Staðsetningarferli“ stillingum sínum og „staðirnir sem þú ferð til eru ekki lengur geymdir“.

Fyrir utan höfuðstöðvar Google í vikunni.
Fyrir utan höfuðstöðvar Google í vikunni. AFP

„Það er rangt. Jafnvel þegar staðsetningarferill er slökktur, heldur Google áfram að safna og geyma staðsetningu notenda,“ sagði skrifstofu Racine í yfirlýsingu.

Embættismenn fullyrða einnig að tæknirisinn hafi notað „dökk mynstur“ eða hönnunarbragð sem miða að því að hafa lúmsk áhrif á val neytenda á þann hátt sem gagnast fyrirtækinu.

Skrifstofa Racine nefndi dæmi um að hvetja notendur ítrekað til að gefa upp staðsetningu í ákveðnum forritum og fullyrða að vörur myndu ekki virka rétt án þess, þegar í raun væri ekki þörf á staðsetningu fyrir appið.

„Jafnvel takmarkað magn staðsetningargagna, safnað saman með tímanum, getur afhjúpað auðkenni einstaklings og venjur,“ sagði Todd Rokita, saksóknari í Indiana, í yfirlýsingu.

Hann benti á að hægt væri að nota upplýsingar til að álykta um „viðkvæmar persónulegar upplýsingar“ eins og pólitískar eða trúarlegar skoðanir, tekjur, heilsufar eða lífsatburði eins og fæðingar og skilnað.

mbl.is