Viðræður til að draga úr spennu

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Embættismenn frá Rússlandi og Úkraínu munu halda til Parísar á morgun til viðræðna við franska og þýska embættismenn og freista þess að lægja öldurnar og draga úr spennu á landamærum Úkraínu og Rússlands.

Þetta kom fram í máli aðstoðarmanns Emmanuels Macrons Frakklandsforseta í gærkvöldi. Sagði hann við blaðamenn að viðræður þessara fjögurra ríkja væru hluti af aðgerðum til að koma í veg fyrir stríð og að Frakkar hefðu kortlagt leið til að draga úr spennunni, sem fæli í sér skuldbindingar af hálfu ríkjanna tveggja.

Ekkert lát er á hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. Atlantshafsbandalagið tilkynnti í gær að það ætlaði að senda herskip og þotur til austurhluta Evrópu. 13

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert