Segir hermennina ekki nógu marga fyrir mikla innrás

Úkraínskur hermaður gengur um þorpið Pesli í austurhluta landsins.
Úkraínskur hermaður gengur um þorpið Pesli í austurhluta landsins. AFP

Úkraínski utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba segir fjölda þeirra rússnesku hermanna, sem safnast hefur saman fyrir utan landamæri Úkraínu, ekki nægilegan til að hefja meiriháttar árás á landið.

„Fjöldi hermanna Rússlands meðfram landamærum Úkraínu og hertekinna svæða Úkraínu er stór, og af honum stafar ógn við Úkraínu, bein ógn við Úkraínu,“ tjáði Kuleba blaðamönnum á fundi í dag.

„En, á þessari stundu, í þessum töluðu orðum, er fjöldinn ekki nægilegur fyrir allsherjar árás inn í Úkraínu meðfram öllum landamærunum.“

mbl.is