17 handteknir fyrir hrekki

Írönsk yfirvöld hafa strangt eftirlit með samfélagsmiðlum og koma handtökurnar …
Írönsk yfirvöld hafa strangt eftirlit með samfélagsmiðlum og koma handtökurnar í kjölfar á víðtækari aðgerðum lögreglunnar um notkun samfélagsmiðla. AFP

Lögreglan í Íran hefur handtekið sautján manns vegna fjölda myndskeiða á Instagram þar sem einstaklingarnir birta myndskeið af sér hrekkja ókunnugt fólk. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Að sögn lögreglunnar hafa hrekkirnir ollið töluverðum usla og er tilgangur þeirra eingöngu til að fá fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. 

Írönsk yfirvöld hafa strangt eftirlit með samfélagsmiðlum, og eru handtökurnar gerðar í kjölfar víðtækari aðgerða lögreglunnar um notkun samfélagsmiðla.

Hrekkirnir ógni öryggi almennings

Meðal myndskeiðanna sem einstaklingarnir birtu á Instagram, sem tekin var upp leynilega, er myndskeið þar sem einn maður þóttist ógna eiginkonu sinni vegna skilaboða sem hún átti að hafa sent. Þóttist maðurinn síðan afhausa konuna á meðan skelfdur leigubílafarþegi fylgdist með.

Í öðru myndskeiði var síðan rjómatertu klesst framan í andlitið á ókunnugri manneskju í rúllustiga, sem brá mikið við hrekkinn.

Lögreglustjórinn í Teheran í Íran sakaði einstaklinganna sem voru handteknir um að „leika á taugar fólks og frið ásamt því að ógna öryggi almennings“. Hann bætti við að myndskeiðin hefðu verið tekin upp án réttra leyfa.

mbl.is