Disney svarar dvergagagnrýni

Peter Dinklage.
Peter Dinklage. AFP

„Við erum með aðra nálgun á þessar sjö persónur og höfum ráðfært okkur við samfélag dvergvaxinna,“ segir í yfirlýsingu ævintýrarisans Disney í kjölfar harðrar gagnrýni Game of Thrones-leikarans Peters Dinklage, sem telur endurgerð teiknimyndar ævintýrisins sígilda um Mjallhvít og dvergana sjö frá 1937 öfugsnúna.

Dinklage, sem er á sextugsaldri, er 135 sentimetrar á hæð, fæddur með litningastökkbreytinguna brjóstkyrking, eða achondroplasia, og hefur verið ötull talsmaður þess hóps, sem glímir við þá áskorun. Meðal annars hefur hann gagnrýnt framleiðendur afþreyingarefnis fyrir að gera dvergvöxt persóna í kvikmyndum og sjónvarpi að ráðandi eiginleika þeirra.

...og Mjallhvít hálfkólumbísk

„Þið eruð framsæknir á sumum sviðum, en þið eruð enn þá að segja þessa öfugsnúnu sögu af sjö dvergum, sem búa í helli [...] Takið eitt skref aftur á bak og virðið fyrir ykkur hvað þið eruð að gera, mér finnst þetta alveg út í hött,“ segir Dinklage við hlaðvarpsstjórnandann Marc Maron og hefur reyndar fleira við endurgerð gamla ævintýrisins að athuga: „Það kom nú dálítið flatt upp á mig þegar þeir [Disney] kynntu með stolti að leikkona af rómönskum uppruna ætti að leika Mjallhvít,“ segir hann og vísar þar til hinnar hálfkólumbísku Rachel Zegler, en þær Gal Gadot túlka Mjallhvít og vondu drottninguna í verki Disney.

Breski sundgarpurinn Will Perry tekur undir með Dinklage á BBC Radio 5 og bendir á að við lifum á 21. öldinni. „Disney hefur áhrif á fjölda ungs fólks, þau áhrif þurfa að beinast í rétta átt.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert