Minnast „Blóðuga sunnudagsins“ 50 árum síðar

Norður-Írar minnast þess um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá „Blóðuga sunnudeginum“, svokallaða.

Atburðurinn var einn sá sársaukafyllsti á þeim rúmu þremur áratugum sem átök voru uppi á milli kaþólskra þjóðernissinna og mótmælendatrúaðra sameiningarsinna.

Fyrir þá sem lifðu af og urðu vitni að því sem gerðist þá er sársaukinn og reiðin enn til staðar vegna atburðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert