Banna bók um helförina

Bandarísk skólastofa. Myndin er úr safni.
Bandarísk skólastofa. Myndin er úr safni. AFP

Skólanefnd í Tennessee-ríki hefur ákveðið að banna skáldsögu um helförina sem áður var kennt í skólum. Bókin sem um ræðir, Maus, hlaut á sínum tíma Pulitzer-verðlaunin. 

Fram kemur á BBC að bókin hafi verið bönnuð vegna blótsyrða og teikninga sem sýna nekt. 

Myndasagan Maus: Saga eftirlifenda fjallar um foreldra höfundarins Art Spiegelman sem lifðu af dvöl sína í Auschwitz útrýmingarbúðunum. 

Spiegelman segist vera „ráðþrota“ yfir ákvörðuninni. Foreldrar hans voru pólskir gyðingar. 

Maus var gefin úr árið 1992 og eru gyðingar teiknaðir sem mýs og nasistar sem kettir í bókinni. 

Skólanefnd McMinn-sýslu mat teikningarnar óviðeigandi fyrir nemendur áttunda bekkjar, en bókin var á námskrá sýslunnar fyrir þann aldur. 

Lee Parkinson, fræðslustjóri McMinn-sýslu, lagði upphaflega til að það efni bókarinnar sem nefndin taldi óviðeigandi yrði klippt út. Vegna höfundaréttarmála ákvað nefndin á endanum að banna bókina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert