Vilja leyfi fyrir bóluefni fyrir fimm ára og yngri

Very er að rannsaka þriðja skammtinn af bóluefni fyrir þennan …
Very er að rannsaka þriðja skammtinn af bóluefni fyrir þennan aldurshóp. AFP

Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu fara fram á leyfi fyrir tvo skammta af bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum fyrir börn yngri en fimm ára og allt niður í sex mánaða. Leitast verður eftir heimildinni í þessari viku, jafnvel í dag.

Þetta mun vera síðasti aldurshópurinn í Bandaríkjunum og víðar sem hefur ekki verið gjaldgengur fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni. 

Í janúar samþykkti matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) örvunarskammt með bóluefni Pfizer sem er heimilað fyrir börn niður í 12 ára aldur. Engu að síður er bólusetningarhlutfall í þeim aldurshópi afar lágt – undir 22% ef marka má tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna.

Rannsaka þriðja skammtinn

Vonir standa til að FDA nái að samþykkja bóluefnið fyrir yngsta aldurshópinn fyrir lok mánaðar. Á meðan beðið er eftir grænu ljósi munu lyfjafyrirtækin halda áfram með rannsóknir á þriðja skammtinum af bóluefni.

Niðurstöður og gögn úr þeim rannsóknum munu þó líklega ekki berast eftirlitinu fyrr en seint í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert