Finnar aflétta takmörkunum 14. febrúar

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands.
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. AFP

Finnar ætla að aflétta takmörkunum vegna kórónuveirunnar á menningar- og íþróttaviðburðum 14. febrúar.

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, greindi frá þessu.

Jafnframt mega veitingastaðir og barir, sem hingað til hafa þurft að hætta að selja áfengi klukkan 20 á kvöldin, selja áfengi til klukkan 23 frá og með miðjum febrúar. Næturklúbbar verða aftur á móti lokaðir þangað til í byrjun mars.

Öllum takmörkunum verður síðan aflétt 1. mars.

Alls hefur hálf milljón Finna greinst með kórónuveiruna en um 5,5 milljónir manna búa í landinu.

2.012 hafa látist af völdum veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert