Andrés mun bera vitni eiðsvarinn

Andrés Bretaprins.
Andrés Bretaprins. AFP

Andrés Bretaprins mun bera vitni eiðsvarinn fyrir lögfræðingum Virg­iniu Giuf­fre í mars en hún höfðar einkamál gegn honum fyrir að hafa brotið á henni kynferðislega.

Giuffre seg­ir að Andrés hafi ráðist á hana þegar hún var 17 ára göm­ul og dvaldi á heim­ili Maxwell og barn­aníðings­ins Jef­frey Ep­stein. 

Andrés mun þurfa að svara spurningum lögfræðinga Giuffre en hann hef­ur alltaf þver­tekið fyr­ir það að hann hafi brotið á henni. 

mbl.is