Banna Twitter í Rússlandi

Twitter er einn vinsælasti samfélagsmiðill heimsins.
Twitter er einn vinsælasti samfélagsmiðill heimsins. AFP

Rússnesk yfirvöld hafa bannað samfélagsmiðilinn Twitter í landinu og hóta að gera það sama með Facebook vegna deilna um ritskoðun.

Á vef BBC er greint frá því að fjarskiptaeftirlit Rússlands, Roskomnadzor, hefur sakað Facebook um að „brjóta á réttindum og frelsi rússneskra borgara“.

Forsaga málsins er að Facebook neitaði að hætta að sannreyna staðreyndir og merkja sérstaklega efni frá ríkisfréttastofum. 

Þá hafa mörg myndbönd og myndir af árás Rússa á Úkraínu farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. 

Sérfræðingar hjá fyrirtækinu NetBlocks, sem fylgjast með nettengingum, segja að upplýsingaflæði í Rússlandi sé verulega takmarkað með Twitter-banninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert