Rússar náð undir sig kjarnorkuverinu

Frá eftirlitsmyndavélum á meðan eldurinn logaði.
Frá eftirlitsmyndavélum á meðan eldurinn logaði. Skjáskot

Rússneskar hersveitir hafa náð á sitt vald Sa­porisjía-orkuverinu, stærsta kjarnorkuveri í Evrópu, samkvæmt úkraínskum stjórnvöldum.

Fréttastofa Reuters hefur eftir Úkraínumönnum á svæðinu að starfsfólk sem sér um rekstur orkuversins muni áfram sinna því og fylgjast með að öryggis sé gætt.

Eldur kviknaði í kjarnorkuverinu í nótt eftir sprengjuárás Rússa. Til tókst að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. 

Eftirlitsstofnanir í Úkraínu sem sinna geislavörnum hafa gefið út að ekki séu nein merki um leka frá kjarnorkuverinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert