Svanasöngurinn var Svanavatnið

Stöðin lauk síðustu útsendingunni á Svanavatninu.
Stöðin lauk síðustu útsendingunni á Svanavatninu. AFP

Sjónvarpsstöðin Dosjd, sem þekkist á ensku undir nafninu TV Rain, lauk síðustu útsendingu sinni á því að sýna ballettinn Svanavatnið eftir Pjotr Tsjaíkovskí.

Eins og mbl.is greindi frá í gær hefur rík­is­sak­sókn­ari Rúss­lands skipað fjöl­miðlaeft­ir­liti lands­ins að „tak­marka aðgang“ að út­varps­stöðinni Ekkó Moskví og sjón­varps­stöðinni Dosjd. Þá hafa stjórn­völd bannað að minnsta kosti sex aðra rúss­neska fjöl­miðla.

Blaðamaður Guardian í Moskvu bendir á að Dosjd hafi farið út með hvelli, þar sem hún sýndi sömu uppsetningu Svanavatnsins og sjá mátti í sovéskum sjónvörpum árið 1991, á sama tíma og reynd var að ræna forsetann Míkhaíl Gorbatsjov völdum. 

Múlbindur sjálfstæða fjölmiðla

Dag­inn eft­ir að bannið var lagt á Dosjd til­kynnti Ti­kon Dsía­dkó, rit­stjóri stöðvar­inn­ar, að hann hefði flúið Rúss­land eins og sum­ir sam­starfs­menn hans og sagðist vera „í hættu“.

Full­yrt er að bannið sé vegna þess að óháðir fjöl­miðlar neituðu að fylgja op­in­berri stefnu um inn­rás­ina í Úkraínu og hafi dreift „vís­vit­andi röng­um upp­lýs­ing­um um aðgerðir rúss­neskra her­manna“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert