Reiðubúnir að lána MiG-29 orrustuþotur

Pólverjar eru reiðubúnir að útvega Úkraínumönnum MiG-29 orrustuþotur.
Pólverjar eru reiðubúnir að útvega Úkraínumönnum MiG-29 orrustuþotur.

Utanríkisráðuneyti Póllands tilkynnti fyrr í kvöld um að Pólverjar væru reiðubúnir til þess að afhenda Bandaríkjamönnum MiG-29 herþotur sínar, en sá möguleiki var ræddur um helgina að þær yrðu sendar áfram til Úkraínu.  

Í tilkynningunni segir meðal annars að stjórnvöld í Póllandi séu, eftir að hafa haft samráð við forseta landsins og ríkisstjórn, reiðubúin að senda allar MiG-29 orrustuþotur sínar Ramstein-flugvallarins, þar sem Bandaríkjastjórn gæti ákveðið hvað yrði gert með þær. Ramstein-flugvöllurinn er stærsti flugvöllur Þýskalands.

Á vefsíðu ráðuneytisins kemur einnig fram að Pólland fari fram á að Bandaríkin útvegi þeim notaðar þotur með sambærilegri getu. Þá hvetja Pólverjar aðrar þjóðir Atlantshafsbandalagsins sem eiga MiG-29 orrustuþotur að leggja Úkraínu lið.

mbl.is

Bloggað um fréttina