Liðka fyrir ofbeldisfullri tjáningu gegn Rússum

AFP/Olivier Douliery

Samfélagsmiðillinn Facebook tilkynnti fyrr í dag að vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafi miðillinn létt tímabundið á reglum sínum varðandi ofbeldisfulla tjáningu.

Þannig verða leyfðar ofbeldisfullar yfirlýsingar líkt og: „Rússneskir innrásarmenn mega deyja“, en aftur á móti verða ekki leyfðar trúverðugar hótanir gegn almennum borgurum.

 „Sem afleiðing af innrás Rússa í Úkraínu höfum við tímabundið gert ráð fyrir pólitískri tjáningu sem myndi venjulega brjóta gegn reglum okkar,“ sagði móðurfélag Facebook, Meta, í yfirlýsingu.

Rússnesk stjórnvöld lokuðu í síðustu viku fyrir aðgang borgara sinna að Facebook.

„Millj­ón­ir venju­legra Rússa munu brátt missa tengsl­in við áreiðan­leg­ar upp­lýs­ing­ar, og verður meinað að tala upp­hátt,“ seg­ir Nick Clegg, sem fer fyr­ir alþjóðamál­um hjá fyr­ir­tæk­inu Meta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert