Rússar hefja málsókn gegn Meta

Meta, móðurfyrirtæki bæði Facebook og Instagram.
Meta, móðurfyrirtæki bæði Facebook og Instagram. AFP/KIRILL KUDRYAVTSEV

Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í dag að þeir væru að hefja málssókn gegn Meta, móðurfyrirtæki samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram. Ástæðan er að á miðlum fyrirtækisins sé „verið að hvetja til morða“ á Rússum og að miðlarnir hefðu slakað á kröfum sínum um ofbeldisfull skilaboð þegar þeim væri beint að rússneska hernum og leiðtogum í Rússlandi.

Hvatt til ofbeldis 

Rannsóknarnefnd í Rússlandi sem rannsakar meiri háttar glæpi sagðist vera að hefja rannsókn á málinu vegna „ólöglegrar hvatningar bandaríska fyrirtækisins Meta á morðum á rússneskum ríkisborgurum.“

Rússneska ríkissaksóknaraembættið hefur líka farið fram á að Meta fyrirtækið og miðlar þess verði merktir sem „öfgamiðlar“ og farið fram á að aðgangi að Instagram yrði lokað í Rússlandi.

Rússar vilja láta loka aðgangi að Instagram, sem ásamt Facebook …
Rússar vilja láta loka aðgangi að Instagram, sem ásamt Facebook eru hluti af Meta netrisanum bandaríska. AFP/Kirill KUDRYAVTSEV
mbl.is