Fjórða skammturinn í Frakklandi

Fjórða ótefnasprautan gegn kórónavírusnum er nú fáanleg fyrir franska eldri …
Fjórða ótefnasprautan gegn kórónavírusnum er nú fáanleg fyrir franska eldri borgara sem hafa náð 80 árum. AFP/CLEMENT MAHOUDEAU

Frakkar hafa ákveðið að bjóða fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni til borgara sem eru eldri en 80 ára.

Forsætisráðherra Frakka, Jean Castex, sagði í viðtali við dagblaðið Le Parisian að þeir sem hefðu náð 80 ára aldri og hefðu fengið þriðja skammtinn fyrir meira en þremur mánuðum væru markhópurinn. Hann sagði að þrátt fyrir tilslakanir í þjóðfélaginu væri samt ennþá mælt með því að nota andlitsgrímur í fjölmenni.

Franski forsætisráðherrann Jean Castex.
Franski forsætisráðherrann Jean Castex. AFP/Ludovic MARIN

Ákveðið var síðasta mánudag að hætta notkun bólusetningarvottorða sem þurfti til að geta farið í opinber rými eins og kvikmyndahús eða veitingastaði. Áður var krafist vottorða sem sýndu að viðkomandi væri þríbólusettur. Hins vegar mun sambærilegt bólusetningarvottorð vera skilyrði fyrir því að geta heimsótt spítala eða hjúkrunarheimili til þess að vernda viðkvæmustu hópana.

Grímunotkunar er nú eingöngu krafist í almenningssamgöngum, en ekki í skólum eða á vinnustöðum. Frá upphafi faraldursins hafa meira en 23 milljón kórónusmita greinst í landinu og 140 þúsund hafa látist.

Talið er að Emmanuel Macron Frakklandsforseti muni vísa til framgöngu sinnar í kórónafaraldrinum í komandi kosningabaráttu í næsta mánuði, þótt stríðið í Úkraínu hafi tekið mikla athygli frá kosningabaráttunni síðustu vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert