Páfinn heimsótti flóttabörn frá Úkraínu

Frans páfi blessaði þetta úkraínska flóttabarn sem liggur nú slasað …
Frans páfi blessaði þetta úkraínska flóttabarn sem liggur nú slasað á barnaspítala í Róm. AFP

Frans páfi heimsótti í dag úkraínsk börn sem flúið hafa stríðsátökin í heimalandi sínu og hljóta nú læknismeðferð á Bambino Gesu, barnaspítala Vatíkansins í Róm.

Með góðlátlegt bros á vör gekk hinn 85 ára gamli Frans í gegnum deild barnaspítalans og tók í hendur þeirra 19 úkraínsku barna sem liggja nú þar.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Vatíkaninu hafa alls 50 úkraínsk börn farið í gegnum spítalann síðan stríðið í Úkraínu hófst.

Alls hafa 50 úkraínsk börn farið í gegnum barnaspítala Vatíkansins …
Alls hafa 50 úkraínsk börn farið í gegnum barnaspítala Vatíkansins í Róm síðan stríðið í Úkraínu hófst. AFP

Sum þeirra þjáðust af krabbameini eða öðrum sjúkdómum fyrir stríðið og náðu að „flýja á fyrstu dögum stríðsins“, að því er segir í yfirlýsingunni. Nokkur stúlkubörn hafi svo „særst alvarlega“ í átökunum.

„Við skulum biðja fyrir börnunum á Bambino Gesu, sem særðust í stríðinu,“ sagði páfinn er hann ávarpaði barnahóp á spítalanum í morgun.

„Þetta er erfið stund. Við hér í Róm munum hjálpa þeim að ná heilsu,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert