ESB samþykkir nýja stefnu í varnarmálum

Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á fundi utanríkis- og varnarmálaráðherra sambandsins.
Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á fundi utanríkis- og varnarmálaráðherra sambandsins. AFP

Evrópusambandið samþykkt í dag nýja stefnu í varnarmálum til þess að auka getu sambandsins er bregðast þarf við ógn. Kveður nýja stefnan meðal annars á sérstaka fimm þúsund manna hersveit sem geti brugðist skjótt við.

Stefnan hefur verið á teikniborðinu í rúm tvö ár en var endurskrifuð á síðustu stundu til þess að mæta ógn Rússa eftir að stríðið í Úkraínu hófst.

„Þetta er ekki svarið við stríðinu í Úkraínu, en þetta er hluti af svarinu,“ sagði Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á fundi utanríkis- og varnarmálaráðherra sambandsins í dag.

„Þegar við hófum vinnu við nýju stefnuna í varnarmálum óraði okkur ekki fyrir að á síðustu stundu þyrftum við að samþykkja breytingar á svona slæmum tímum og að Evrópa stæði frammi fyrir svo stórri áskorun.“

Nýja stefnan á að þræða milliveginn samhliða því að efla varnarsamvinnu. Meðal annars á að koma á að koma á sérstakri fimm þúsund manna hersveit sem hægt verður að senda á hættuleg svæði fyrir árið 2025.

„Markmiðið er að styrkja Evrópusambandið og gera það hæfara til að tryggja öryggi íbúa þess,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert