Navalní dæmdur í níu ára fangelsi

Alexei Navalní í réttarsalnum í dag ásamt lögmanni sínum.
Alexei Navalní í réttarsalnum í dag ásamt lögmanni sínum. AFP

Rússneskur dómstóll hefur dæmt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní í níu ára fangelsi.

Fyrr í morgun var Navalní fundinn sekur um fjárdrátt.

Navalní, sem hef­ur gagn­rýnt Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta harðlega, var fang­elsaður á síðasta ári og hlaut tveggja og hálfs árs dóm vegna gam­alla ásak­ana um fjár­svik eft­ir að hann lifði af eiturárás sem hann sak­ar rúss­nesk stjórn­völd um að hafa staðið á bak við.

Ekki er ljóst sem stendur hvort tveggja og hálfs árs dómurinn er innifalinn í níu ára dóminum.

mbl.is