Selenskí og páfinn ræddu saman

Selenskí sagði páfanum frá mannúðarkrísunni og hvernig rússneskir hermenn hafa …
Selenskí sagði páfanum frá mannúðarkrísunni og hvernig rússneskir hermenn hafa verið að loka fyrir leiðir flóttamanna úr borgunum. AFP/ Ukrainian presidential press service

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu og Frans páfi funduðu í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir stöðu mála í Úkraínu í dag.

Á Selenskí að hafa sagt páfanum, sem er á níræðisaldri, frá mannúðarkrísunnni sem ríkir nú í Úkraínu og útskýrt hvernig rússneskir hermenn hafa verið að loka fyrir leiðir flóttamanna úr borgum.

„Miðlunarhlutverk Páfagarðs við að binda enda á mannlegar þjáningar væri vel þegið. Ég þakkaði fyrir bænirnar fyrir Úkraínu og frið,“ sagði í tísti forsetans.

mbl.is