Stúlkur mótmæltu stefnu talíbana: „Opnið skólana“

Stúlkur í skóla í Afganistan. Möguleikar þeirra á menntun hafa …
Stúlkur í skóla í Afganistan. Möguleikar þeirra á menntun hafa minnkað verulega síðan talíbanar rændu völdum í landinu. AFP

Um tuttugu konur og stúlkur sem kölluðu „opnið skólana“ mótmæltu í höfuðborg Afganistan í dag vegna ákvörðunar talíbana um að loka framhaldsskólum þeirra nokkrum klukkustundum eftir að þeir voru opnaði í vikunni. 

Þúsundir afganskra stúlkna höfðu flykkst í skóla sína á miðvikudag, daginn sem menntamálaráðuneytið hafði sagt að skólarnir ættu að opna á nýjan leik.

Þegar talíban­ar rændu völd­um var skól­um lokað vegna Covid-19-heims­far­ald­urs­ins. Ein­ung­is drengj­um og yngri stúlk­um var leyft að hefja nám að nýju tveim­ur mánuðum síðar.

Nokkrum klukkustundum eftir að framhaldsskólar stúlknanna opnuðu var þeim lokað aftur.

„Opnið skólana! Réttlæti, réttlæti!“ kölluðu mótmælendurnir í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert