Nýr hershöfðingi í brúnni hjá Rússum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa ráðið nýjan hershöfðingja til að stjórna innrásinni í Úkraínu.

Vestrænn embættismaður sagði BBC að hershöfðinginn heiti Alexander Dvornikov og að hann hafi umfangsmikla reynslu úr stríðinu í Sýrlandi.

„Þessi hershöfðingi hefur mikla reynslu úr aðgerðum Rússa í Sýrlandi. Við megum því búast við því að stjórn hersins í heild sinni muni batna,“ sagði heimildarmaðurinn.

Með nýjum manni í brúnni vilja Rússar auka samhæfingu á milli mismunandi herdeilda en hingað til hafa rússneskar hersveitir verið skipulagðar hver í sínu lagi, að sögn embættismannsins.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á gangi í …
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á gangi í bænum Bútsja, norðvestur af Kænugarði, sem er illa farinn eftir árásir Rússa. AFP

Rússum hefur hingað til mistekist að ná markmiðlum sínum, 44 dögum eftir að innrásin hófst. Þeim hefur ekki tekist að ná undir sig stórum borgum á borð við Kænugarð og ákváðu að beina sjónum sínum að Donbas-héruðum í austurhluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert