Segir stemninguna í Lvív dapra

Árásin átti sér stað í morgun.
Árásin átti sér stað í morgun. AFP/Ronaldo Schemidt

„Það er döpur stemning,“ segir Margeir Pétursson, sem er búsettur í borginni Lvív í vesturhluta Úkraínu, en í morgun var fimm öfl­ug­um loft­skeyt­um skotið á borgina.

Í samtali við mbl.is segir Margeir að hann hafi ekki orðið var við loftskeytin þar sem að þau hafi verið langt frá honum. Hann hafi þó heyrt í loftvarnarflautum.

Margeir segir að í kjölfar árásarinnar vakni spurningar um hvernig tegund af eldflaugum hafi verið notaðar þar sem að eldflaugavarnirnar hafi ekki haldið.

„Það er búið að vera skjóta á borgina stanslaust síðan að stríðið byrjaði. Í næstum því öllum tilvikum hafa eldflaugavarnirnar haldið en þær gerðu það ekki í morgun.“

Lvív hef­ur orðið at­hvarf fyr­ir flótta­fólk og í upp­hafi stríðsins …
Lvív hef­ur orðið at­hvarf fyr­ir flótta­fólk og í upp­hafi stríðsins voru nokk­ur vest­ræn sendi­ráð flutt þangað frá Kænug­arði. AFP/Ronaldo Schemidt

Halda í vonina

Þrátt fyrir ástandið í landinu segir Margeir lífið nokkuð eðlilegt í Lvív, sérstaklega ef miðað er við ástandið í öðrum úkraínskum borgum þar sem átökin hafa verið meiri.

„Menn láta þetta ekki slá sig út af laginu, það þarf bara hver maður að standa sína skyldu.“

Margeir er hluthafi í bankanum Bank Lviv. Bankinn opnaði útibú sitt í Kænugarði aftur í dag en það hafði verið lokað síðan 24. febrúar. Þá hefur opnunartími bankans einnig verið lengdur.

„Það er ákveðin bjartsýni í gangi,“ segir Margeir.

Spurður hvernig hægt sé að halda í vonina þegar fréttir berast meðal annars af því að friðarviðræður hangi á bláþræði segir Margeir: 

„Ég held að það séu allir búnir að gefa það upp á bátinn. Þessi framkoma Rússa og þessi viðbjóður sem hefur verið í gangi veldur því að það eru allir harðari á því að verjast þessum viðurgangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert