Fyrsta loftárásin á Gasa síðan í janúar

Mikill reykur steig upp vegna loftárásanna í nótt.
Mikill reykur steig upp vegna loftárásanna í nótt. AFP/Said Khatib

Ísraelskar hersveitir sendu flugskeyti á Gasa-svæðið í Palestínu í nótt en um er að ræða fyrstu loftárásina sem Ísraelsmenn hafa gert á svæðið síðan í janúar. Er árásin sögð svar við eldflaug sem Hamas-samtökin sendu frá Gasa á ísraelskt yfirráðasvæði í gær. 

Sú eldflaug endaði í sjónum úti fyrir ströndum borgarinnar Tel Aviv. 

Ísraelski flugherinn sagði í yfirlýsingu að flugskeyti frá honum hefði hæft svæði sem Hamas notar til framleiðslu vopna. Að sögn vitna féllu engir í loftárásinni.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert