Johnson baðst afsökunar á að hafa brotið lög

Boris Johnson á þingi í dag.
Boris Johnson á þingi í dag. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið þingmenn breska þingsins afsökunar fyrir að hafa brotið eig­in lög um sam­komutak­mark­an­ir.

Johnson baðst afsökunar er þing kom saman í dag en hann ítrekaði að hann teldi sig ekki hafa gert neitt rangt með því að vera viðstaddur veislu á afmælinu hans í júní 2020.

„Þetta voru mín mistök og ég biðst afsökunar á því fyrirvaralaust. Breska þjóðin hefur rétt á að búast við meiru af forsætisráðherranum þeirra,“ sagði Johnson.

Vantrauststillaga send

And­stæðing­ar John­sons á þing­inu hafa sakað hann um lyg­ar, þar sem hann hef­ur áður haldið því fram að eng­in lög hafi verið brot­in.

Á fimmtudaginn verður haldin sérstök umræða um hvort Johnson hafi afvegaleitt þingið.

Johnson sjálfur verður hins vegar á Indlandi þá.

Hann var þó spurður að því í dag hvort hann hafi logið að þinginu og svaraði Johnson neitandi. 

Mark Harper, þingmaður Íhaldsflokksins, greindi frá því á Twitter í dag að hann hafi sent vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum til hinnar svonefndu 1922-nefndar, sem samanstendur af almennum þingmönnum Íhaldsflokksins.

54 slík vantraustsbréf þurfa að berast til nefndarinnar til þess að knýja fram leiðtogakjör í flokknum, en ekki er sagt frá því hversu mörg bréf hafi borist til nefndarinnar fyrr en þeim fjölda er náð. mbl.is