Staðan versnar þrátt fyrir strangar reglur

Heilbrigðisstarfsmaður úðar sótthreinsispreyi á samstarfsmann sinn í Shanghai.
Heilbrigðisstarfsmaður úðar sótthreinsispreyi á samstarfsmann sinn í Shanghai. AFP

Borgaryfirvöld í kínversku stórborginni Shanghai greindu frá því að 39 hefðu látist þar af völdum Covid-19 í gær. Er það mesti fjöldi andláta síðan gripið var til útgöngubanns í byrjun apríl vegna útbreiðslu veirunnar.

Kín­verj­ar tóku til þess ráðs að setja út­göngu­bann í borg­inni þar sem 25 millj­ón­ir manns búa vegna met fjölda smita en óttast er að útbreiðslan sé að aukast til muna þrátt fyrir útgöngubannið.

Kínverjar hafa haldið sig við núllstefnu í baráttunni við veiruna, ólíkt flestum öðrum löndum, með ströngu útgöngubanni. Sú leið virðist lítið ganga í baráttunni við Ómikron-afbrigði veirunnar og er þolinmæði margra íbúa löngu á þrotum.

Íbúar horfa út um glugga en margir eru orðnir mjög …
Íbúar horfa út um glugga en margir eru orðnir mjög þreyttir á útgöngubanninu. AFP

Vestrænir sérfræðingar hafa lýst efasemdum með áreiðanleika Covid-tölfræðinnar í Kína, sér í lagi með tilkomu Ómikron-afbrigiðins og telja smit og andlát mun fleiri en opinberar tölur segja til um.

Marg­ir upp­lifa mat­ar­skort í borg­inni, vegna skerts aðgeng­is að mat og dæmi er um að fólk hafi greitt 400 yuan, eða um átta þúsund ís­lensk­ar krón­ur, fyr­ir pakka af núðlum og eina gos­flösku.

Útgöngu­bannið þýðir að flest­ir þurfa að fá send­an mat og vatn með heimsend­ing­arþjón­ustu en ríkið út­veg­ar þannig græn­meti, kjöt og egg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert