Sætir dagsektum fyrir að hunsa úrskurð

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.
Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. AFP/Scott Olson

Bandarískur dómari hefur úrskurðað að fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi sýnt réttinum vanvirðingu með því að afhenda ekki umbeðin skjöl sem lúta að rannsókn á viðskipta Trump fjölskyldufyrirtækisins. Hann mun þurfa að sæta háum dagsektum þar til skjölin verða afhent.

10 þúsund dollarar á dag

Dómarinn Arthur Engoron dæmdi í vil Letitia James, ríkissaksóknara New York, sem rekur nú borgaralega rannsókn á fjármálum fyrrverandi forseta og fjölskyldufyrirtækis hans. Dómarinn sagði að beðið hefði verið um gögnin fyrir 31. mars sl. og það hefði ekki verið gert.

„Donald Trump þarf að borga tíu þúsund dollara á dag fyrir hvern dag sem hann hunsar niðurskurð dómstóla og koma gögnunum til skrifstofu minnar.“

Fundu ekki skjölin

Lögfræðingar Trump höfðu sagt að þeir hefðu leitað hátt og lágt að gögnunum og ekki fundið nein skjöl fyrir réttinn. En Engoron dómari ákvað að ekki væru nægilegar upplýsingar um hvernig lögfræðingarnir hefðu hagað leitinni.

Talið er að úrskurður dómara um vanvirðingu Trump við réttinn sé ákveðinn sigur fyrir ríkissaksóknarann James. Letitia James ríkissaksóknari New York hefur ekki leyfi til að ákæra Trump í sakadómi.

Pólitísk ákæra Demókrata

Í grein í New York Times í dag segir að einn af lögfræðingum Trump, Alina Habba, segist muni andmæla niðurstöðu dómstóla með því að leggja fram eiðsvarna yfirlýsingu lögfræðinganna um ítarlega leit að göngunum. Hún sagðist einnig myndi áfrýja úrskurði dómarans. „Öll skjöl sem beðið var um var komið til ríkissaksóknara New York fyrir mörgum mánuðum,“ sagði Habba.

Trump fjölskyldan hefur lýst því yfir að rannsókn James séu pólitískar, en ríkissaksóknarinn er Demókrati.

Fleiri rannsóknir í gangi

Rannsóknin er ein af mörgum sem standa nú yfir á fjármálum Trump fjölskyldunnar. Héraðssaksóknari Manhattan er meðal annars að rannsaka hugsanlega fjárglæpi og tryggingasvik.

Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump samsteypunnar sagðist saklaus  af 15 ákærum og skattsvikamálum fyrir rétti í New York borg í júlí sl. Réttarhald yfir honum er áætlað um mitt þetta ár.

mbl.is