Þungunarrof bannað eftir sex vikna meðgöngu

Hertum lögum um þungunarrof hefur verið mótmælt.
Hertum lögum um þungunarrof hefur verið mótmælt. AFP

Öldungadeild Oklahoma-ríkis samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu.

Undantekning er gerð ef lífi og heilsu móður er stefnt í hættu með þunguninni og ef hún er afleiðing nauðgunar eða sifjaspella.

Þau sem framkvæmda þungunarrof andstætt nýju lögunum eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm auk 100.000 dala sektar, jafnvirði um 13 milljóna íslenskra króna.

Svipuð lög sem hafa verið samþykkt í Texas og í öðrum íhalds­söm­um ríkj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert