Bolsonaro svarar gagnrýni DiCaprio

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur svarað gagnrýni Leonardo Dicaprio.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur svarað gagnrýni Leonardo Dicaprio. Samsett mynd

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur svarað ummælum bandaríska leikarans Leonardo DiCaprio sem gefa í skyn að brasilísk ungmenni eigi að greiða atkvæði gegn forsetanum í kosningum í október.

Dicaprio sagði í tísti á fimmudag að Brasilía væri heimkynni Amazon-skógarins og að atkvæðagreiðsla ungs fólks í Brasilíu væri lykillinn að breytingum fyrir heilbrigða plánetu.

Bolsonaro, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir meint hlutverk sitt í eyðingu Amazon-skógarins, þakkaði DiCaprio fyrir stuðninginn í tísti á föstudag.

„Okkar fólk mun ákveða hvort það vill halda fullveldi okkar yfir Amazon eða láta stjórna sér af glæpamönnum sem þjóna erlendum sérhagsmunum,“ sagði forsetinn.

DiCaprio hefur opinberlega gagnrýnt Bolsonaro síðan hann tók við embætti árið 2019.

Frá því að Bolsonaro tók við völdum hefur árleg eyðing skóga í Amazon aukist um meira en 75 prósent að meðaltali frá fyrri áratug.

mbl.is