Engin merki um að fólksflutningar séu hafnir

Yfirvöld í Úkraínu bundu vonir við að hægt væri að flytja fleiri Úkraínumenn frá hafnarborginni Maríupol í suðurhlutalandsins sem hefur verið umsetin af rússneskum hermönnum frá því að innrásin hófst. 

Samkvæmt upplýsingum frá Kænugarði tókst að flytja ríflega hundrað óbreytta borgara úr Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupol yfir helgina. Farartæki frá UNICEF og fleiri hjálparsamtökum biðu flóttamannanna í Zaporizhzhia í dag.

Engin merki um hreyfingu á hádegi

Rauði krossinn, Rússland og Úkraína hafa verið í samningaviðræðum um að hefja annan brottflutning fólks í dag. Um hádegisbil voru þó engin merki um að aðgerðin væri hafin.

Nokkur hundruð úkraínskir hermenn og óbreyttir borgarar hafa verið í skjóli í neðanjarðargöngum, sem rekja má til sovéttímabilsins, undir stálverksmiðjunni. Þarf hluti flóttamannanna á læknisaðstoð að halda.

Fyrst og fremst konur og börn 

„Í fyrsta skipti var raunverulegt tveggja daga vopnahlé á svæðinu. Meira en hundrað almennir borgarar hafa verið fluttir á brott. Fyrst og fremst konur og börn,“ sagði Volodimír Selenskí forseti Úkraínu seint í gær.

Rússneski herinn sagði að 46 óbreyttir borgarar hefðu yfirgefið verksmiðjuna á laugardag og að þeir hefðu af „sjálfsdáðum“ ákveðið að dvelja í Donetsk-héraðinu, sem er á valdi aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir Rússum.

Þá komust 80 burt í gær, þar af fóru 69 til svæðis sem er undir stjórn Úkraínumanna. „Þeir voru afhentir til Sameinuðu þjóðanna og fulltrúum frá Rauða krossinum,“ sagði í tilkynningu frá yfirvöldum Rússlands.

Mynd frá rússneska varnarmálaráðuneytinu sem sýnir úkraínska flóttamenn frá Maríupol …
Mynd frá rússneska varnarmálaráðuneytinu sem sýnir úkraínska flóttamenn frá Maríupol í faðmlögum eftir að hafa tekist að flýja frá borginni. AFP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands
Úkraínsk kona sem var hluti af hópnum sem komst frá …
Úkraínsk kona sem var hluti af hópnum sem komst frá Maríupol um helgina. AFP/Ed Jones
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert