Dregið verði úr rétti kvenna til þungunarrofs

Mótmælendur komu saman fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í nótt.
Mótmælendur komu saman fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í nótt. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fjallað um að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs, samkvæmt gögnum sem lekið var til fjölmiðla og hafa valdið töluverðum usla vestanhafs.

Í gögnunum, sem birtust á vef Politico, fjallar meirihluta dómara um tímamótadóminn Roe gegn Wade frá ár­inu 1973 en hann kvað á um það að þung­un­ar­rof stæðist stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna.  

Hæstaréttardómararnir telja hins vegar að dómarar hafi komist að rangri niðurstöðu í því máli.

Meirihluti hæstaréttardómaranna rökstyður á 98 blaðsíðum hvernig þau telja dóminn Roe gegn Wade rangan og leggja til að hann verði ógildur. 

Sam­kvæmt niður­stöðu hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna frá 22. janú­ar 1973 eiga kon­ur rétt á að láta eyða fóstri þar til það hef­ur náð þeim þroska að geta lifað sjálf­stæðu lífi utan lík­ama kon­unn­ar en það er áfangi sem fóst­ur ná yf­ir­leitt á 22.-24. viku.

Úrsk­urður­inn er enn gíf­ur­lega um­deild­ur í Banda­ríkj­un­um og margoft hef­ur verið reynt að fá hon­um hnekkt eða þá að fá hæsta­rétt til þess að þrengja túlk­un sína.

Réttur til þungunarrofs hefur átt undir högg að sækja í …
Réttur til þungunarrofs hefur átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum síðustu misseri og hafa mörg ríki viljað setja strangar reglur sem gerir konum erfiðara að fara í þungunarrof. AFP

Fari það svo að Roe gegn Wade dómurinn verði ógildur, eins og meirihluti hæstaréttardómaranna leggur til í áliti sínu, yrði réttur til þungunarrofs ekki lengur varinn í stjórnarskrá Bandaríkjanna, heldur yrði málaflokkurinn í höndum einstakra ríkja.

Réttur til þungunarrofs hefur átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum síðustu misseri og hafa mörg ríki viljað setja strangar reglur sem gerir konum erfiðara að fara í þungunarrof.

Hættuleg og skaðleg ákvörðun

Demókratarnir Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, og Chuck Schumer, for­seti öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ef fregnirnar séu sannar sé um að ræða mestu skerðingu á réttindum síðastliðin 50 ár.

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings.
Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings. AFP

Enn fremur kom fram að ákvörðun dómaranna, sem flestir eru repúblikanar, sé viðurstyggð. Um eina hættulegustu og skaðlegustu ákvörðun nútímasögunnar sé að ræða.

Fljótlega eftir að gögnin voru birt var hæstaréttarbyggingin í Washington girt af þar sem fjöldi mótmælenda kom saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina