13 til 17 milljónir létust af völdum Covid

Frá John F. Kennedy-flugvelli í New York í síðasta mánuði.
Frá John F. Kennedy-flugvelli í New York í síðasta mánuði. AFP

Heimsfaraldurinn Covid-19 varð 13,3 til 16,6 milljónum manna að bana á árunum 2020 og 2021, að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO.

Þetta eru allt að þrefalt fleiri dauðsföll en áður hafa verið tengd við sjúkdóminn með beinum hætti.

Lengi hefur verið beðið eftir þessu mati stofnunarinnar á fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 með beinum eða óbeinum hætti.

„Nýtt mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýnir að heildarfjöldi dauðsfalla sem tengjast beint eða óbeint Covid-19 faraldrinum frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2021 nam um það bil 14,9 milljónum (eða á bilinu 13,3 til 16,6 milljónir),“ sagði í yfirlýsingu stofnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert