Milljónum sagt að halda sig heima

Heilbrigðisstarfsmaður í kínversku höfuðborginni.
Heilbrigðisstarfsmaður í kínversku höfuðborginni. AFP

Milljónir manna vinna nú að heiman í Peking, höfuðborg Kína og hefur fjölmörgum neðanjarðarlestarstöðvum í borginni verið lokað til að reyna að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.

Kín­verj­ar hafa haldið sig við núll­stefnu í bar­átt­unni við veiruna, ólíkt flest­um öðrum lönd­um, með ströngu út­göngu­banni. Sú leið virðist lítið ganga í bar­átt­unni við Ómikron-af­brigði veirunn­ar og er þol­in­mæði margra íbúa löngu á þrot­um.

Samkvæmt opinberum tölum greindust í dag 50 manns með veiruna í Peking.

Í gær var gefin út tilskipun þess efnis að 3,5 milljónir manna ættu að sinna vinnu sinni að heiman til að koma í veg fyrir útbreiðslu.

Talið er að borgaryfirvöld í Peking óttist mjög allsherjar útgöngubann og afleiðingar þess en útgöngubann hefur verið í gildi í borginni Shang­hai frá því í byrjun apríl.

Þar hefur þrátt fyrir útgöngubannið ekkert gengið að halda veirunni niðri og er skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum, auk þess sem íbúar eru orðnir langþreyttir á ástandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert