Rússar „reyna að tortíma“ hermönnum í Azovstal

Reykur stígur upp frá stálverksmiðjunni Azovstal 29. apríl.
Reykur stígur upp frá stálverksmiðjunni Azovstal 29. apríl. AFP

Úkraínumenn segja Rússa vera „að reyna að tortíma“ þeim hermönnum sem eftir eru í stálverksmiðjunni Azovstal í borginni Maríupol.

Verksmiðjan er síðasta vígi úkraínska hersins í borginni. Að sögn Úkraínumanna hefur Rússum tekist að brjóta sér leið inn í verksmiðjuna.

„Rússneskir hermenn eru að reyna að hindra og tortíma úkraínskum hermönnum á Azovstal-svæðinu,“ sagði úkraínski herinn í yfirlýsingu.

„Með aðstoð úr lofti héldu Rússar áfram sókn sinni til að ná stjórn á verksmiðjunni.“

Yfirlýsing kom eftir að Rússar tilkynntu að vopnahlé ætti að hefjast við verksmiðjuna, þar sem hundruð úkraínskra hermanna og einhverjir almennir borgarar hafa setið fastir í margar vikur.

Selenskí ásamt Guterres.
Selenskí ásamt Guterres. AFP

Úkraínskur hershöfðingi sem hefur yfirumsjón með úkraínska hernum í Maríupol, sagði seint í gær að rússneskir hermenn hefðu komist inn í verksmiðjuna og að þar væru í gangi „blóðugir bardagar“.

Volodimir Selenskí, forseti Úkraínu, bað aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, í gær um aðstoð við að bjarga hersveitum sínum í Azovstal og að flytja þá særðu á brott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert