Dauðsföllin sögð þrefalt fleiri

Bólusetning við kórónuveirunni.
Bólusetning við kórónuveirunni. AFP/Christof Stache

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO áætlar að á bilinu 13,3 til 16,6 milljónir manna hafi farist af völdum kórónuveirufaraldursins á árunum 2020-2021. Er það um þrefalt hærri tala en opinberar dánartölur hafa gefið til kynna.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði að gögnin sýndu ekki bara áhrif heimsfaraldursins, heldur einnig þörfina fyrir öll ríki heims til að fjárfesta í heilbrigðiskerfum sem gætu staðið betur af sér slík högg.

Áætlun WHO byggir á dauðsföllum umfram það sem vænta hefði mátt í eðlilegu árferði, ef enginn faraldur hefði orðið. Talan inniheldur því bæði þá, sem létust beint af völdum Covid-19-sjúkdómsins, sem og þá sem létust óbeint vegna áhrifa faraldursins á heilbrigðiskerfið og samfélagið. Þá er einnig reiknað með dauðsföllum sem ekki urðu, meðal annars vegna þess að minni líkur voru á að fólk létist í vinnustaðaslysum eða umferðarslysum.

Umdeildar tölur

Ef marka má tölurnar felldi heimsfaraldurinn um einn af hverjum 500 manns, en faraldrinum er ekki enn lokið. Tölurnar þykja hins vegar viðkvæmar, þar sem lesa má út úr þeim gagnrýni á það hvernig stjórnvöld í sumum ríkjum brugðust við heimsfaraldrinum.

Hafa stjórnvöld á Indlandi til dæmis gagnrýnt mjög áætlun WHO, þar sem stofnunin segir að á bilinu 3,3-6,5 milljónir manns hafi farist á Indlandi, en stjórnvöld þar segja að 481.000 manns hafi farist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »