60 grindvalir veiddir í fyrsta drápi ársins

Um 60 grindhvalir voru veiddir í fyrsta drápi ársins.
Um 60 grindhvalir voru veiddir í fyrsta drápi ársins. mbl.is/Árni Sæberg

Rúmlega 60 grindarhvalir voru veiddir í grindardrápi í Sandgerði í Færeyjum um tvöleytið í dag.

Drápið gekk fljótt og vel að því er færeyski miðillinn portal.fo hefur eftir Kristjáni Martin Joensen sýslumanni. Tók það 12 til 13 mínútur að hans sögn en þetta er fyrsta grindhvaladráp ársins í Færeyjum. 

Grindhvaladráp er aldagömul hefð í Færeyjum og hefur verið nefnt þjóðaríþrótt Færeyinga. Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig hvalirnir verða nýttir að sögn sýslumannsins en í minni bygggðum er grindinni skipt niður á öll heimili á staðnum, þannig að allir fái sinn skammt. Þó gilda sérstakar úthlutunarreglur í Þórshöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert