Fyrsti flóttamaður Grænlands drepinn

Ivan Dumanov var 30 ára gamall.
Ivan Dumanov var 30 ára gamall.

Úkraínumaður sem búsettur var í Nuuk, höfuðborg Grænlands, var drepinn í stríðinu í Úkraínu á miðvikudaginn.

Dansk-grænlenska fréttastofan Sermitsiaq greinir frá.

Ivan Dumanov, sem var 30 ára, flúði til Danmerkur eftir innrás Rússa á Krímskaga. Þegar hann fékk stöðu flóttamanns árið 2019 vildi hann flytja til Grænlands. Þannig varð hann fyrsti flóttamaður Grænlands.

Vildi verja heimaland sitt

Í frétt Sermitsiaq segir að Ivan hafi ferðast til Úkraínu í byrjun mars til að hjálpa fjölskyldu sinni og verja heimaland sitt. Var hann í launalausu leyfi frá starfi sínu hjá Kommuneqarfik Sermersooq.

Ivan Dumanov var með gráðu í fjármálum og var vel liðinn á vinnustað sínum.

mbl.is