Segjast hafa eyðilagt rússneskt herskip

Rússneskur hermaður.
Rússneskur hermaður. AFP

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, segjast hafa eyðilagt rússneskt herskip nálægt Snákaeyju í Svartahafi.

Þar höfðu úkraínskir hermenn áður verið verðlaunaðir fyrir hugrekki eftir að hafa neitað að láta undan kröfum Rússa að gefast upp, skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu.

Í yfirlýsingu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu kemur fram að vopnaður dróni hafi eyðilagt Serna-class-herskip og eldflaugavarnarkerfi við eyjuna, sem er nú undir rússneskri stjórn.

Fyrr í þessum mánuði sögðu Úkraínumenn að drónar þeirra hafi eyðilagt tvo rússneska eftirlitsbáta, einnig skammt frá Snákaeyju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert