Skutu eldflaug úr kafbáti

Fylgst með fréttum af eldflaugatilrauninni á lestarstöð í Seúl, höfuðborg …
Fylgst með fréttum af eldflaugatilrauninni á lestarstöð í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. AFP

Norður-Kórea skaut eldflaug úr kafbáti í morgun, að sögn suðurkóreska hersins.

Þetta er annað eldflaugaskot þjóðarinnar á þremur dögum. Áður höfðu Bandaríkin varað við því að stjórnvöld í Norður-Kóreu væru að undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn.  

„Herinn okkar varð um klukkan 14.07 (kl. 5.07 að íslenskum tíma) var við skammdræga eldflaug sem virðist hafa verið skotið úr kafbáti undan ströndum Sinpo, í suðurhluta héraðsins Hamgyong,“ sagði suðurkóreski herinn í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert