Sögulegur sigur Sinn Fein í Norður-Írlandi

Michelle O'Neill, varaforsætisráðherra Norður-Írlands og leiðtogi Sinn Fein, lýðveldissinna, segir …
Michelle O'Neill, varaforsætisráðherra Norður-Írlands og leiðtogi Sinn Fein, lýðveldissinna, segir að nýir tímar séu framundan hjá Norður-Írlandi. AFP

Sinn Fein, flokkur lýðveldissinna, sigraði í þingkosningum í Norður-Írlandi í fyrsta skipti í sögu landsins, með 27 þingsætum gegn 24 sætum frjálslyndra demókrata.

Michelle O'Neill, leiðtogi flokksins og varaforsætisráðherra, segir að nýir tímar séu framundan hjá Norður-Írlandi, eftir kjörið. Flokkurinn er hlynntur sameiningu við Írland og aðskilnaði við Bretland.

Vilja sameinast Írlandi 

O'Neill talar fyrir heilbrigðum samræðum um sameiningu landsins við Írland en forveri Sinn Feinn, frjálslyndir demókratar hafa viljað sigla í hina áttina. Sinn Fein hlaut 27 þingsæti sem áður sagði, frjálslyndir demókratar 24 sæti, Alliance-flokkurinn 17 sæti en aðrir minna. 

Flokkar sem eru hlynntir því að tilheyra Bretlandi hafa átt meirihluta þingsæta síðan árið 1921 og er því um söguleg úrslit að ræða. Þótt Sinn Fein geti nú tilnefnt forsætisráðherra þurfa frjálslyndir demókratar að samþykkja að tilnefna varaforsætisráðherra en Jeffrey Donaldson, leiðtogi þeirra, hefur ekki tekið ákvörðun þess efnis.

Frétt BBC

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is