Meintir axarmorðingjar handteknir

Ísraelskir hermenn er þeir leituðu að mönnunum tveimur í gær.
Ísraelskir hermenn er þeir leituðu að mönnunum tveimur í gær. AFP

Ísraelskar öryggissveitir hafa handtekið tvo Palestínumenn sem eru grunaðir um  að hafa drepið þrjá Ísraelsmenn með exi.

Leit hafði staðið yfir að mönnunum í rúma tvo sólarhringa.

Mennirnir, sem eru 19 og 20 ára, sáust á ferli rétt fyrir utan borgina Elad þar sem árásin átti sér stað og voru í kjölfarið handteknir.

Árásin í Elad, þar sem strangtrúaðir gyðingar eru í meirihluta, var sú sjötta í garð Ísraelsmanna síðan 22. mars.

Að sögn vitna stukku árásarmennirnir út úr bíl með axir á lofti og réðust á fólk. Þrír létust og fjórir særðust. Mennirnir óku síðan á brott í bílnum.

Ættingjar syrgja Oren Ben Yiftach, 35 ára Ísraela, sem var …
Ættingjar syrgja Oren Ben Yiftach, 35 ára Ísraela, sem var drepinn í árásinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert