Komust heilu og höldnu frá Azovstal

Almennir borgarar frá Maríupol, þar á meðal einhverjir sem voru fastir inni í stálverksmiðjunni Azovstal, tjá sig í meðfylgjandi myndskeiði um þrekraun sína.

Þeir voru fluttir í gegnum flóttamannaleiðir í meira öryggi í borgina Zaporizhzhia, sem er undir stjórn Úkraínumanna.

Yfir 600 manns hafa verið fluttir frá borginni Maríupol eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Að sögn Sameinuðu þjóðanna sitja „tugir“ enn eftir þar sem þeir gátu ekki verið hluti af flóttamannaleiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert