Fangavörðurinn látinn

Vicky White og Casey White eru sögð hafa átt í …
Vicky White og Casey White eru sögð hafa átt í rómantísku sambandi. AFP

Fangavörður sem lagði á flótta ásamt fanga frá fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum er látinn. Fangavörðurinn, Vicky White, skildi við á spítala eftir að hún skaut sjálfa sig, að sögn lögreglu.

Fanginn heitir Casey White, en þau Vicky voru ekki skyld. Þau höfðu verið á flótta í tíu daga þegar þau voru handtekin borginni Evansville í Indiana ríki.

Þau eru sögð hafa átt í rómantísku sambandi. 

Casey White hafði verið dæmdur í 75 ára fangelsi fyrir mannrán, rán og tilraun til manndráps, svo eitthvað sé nefnt.

„Við náðum hættulegum manni af götunni í dag. Hann mun aldrei sjá dagsljós aftur,“ sagði Rick Singelton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama, um málið.

mbl.is