Fyrsti forseti Úkraínu látinn

Kravchuk var forseti frá 1991-1994.
Kravchuk var forseti frá 1991-1994. AFP/Sergei Supinsky

Leonid Kravchuk, fyrsti forseti Úkraínu, lést í dag, 88 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta á árunum 1991-1994. 

„Sorgarfréttir og mikill missir,“ sagði Andriy Yermak, aðstoðarmaður núverandi forseta landsins, á miðlinum Telegram og lýsti Kravchuk sem vitrum föðurlandsvini og sögufrægri persónu í því að öðlast sjálfstæði landsins frá Sov­ét­ríkj­un­um.

Í færslu á Telegram hrósaði Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, Kravchuk meðal annars fyrir sterkan persónuleika og þekkingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert