Banna Adidas auglýsingu vegna berra brjósta

Verið var að auglýsa íþróttatoppa.
Verið var að auglýsa íþróttatoppa. Ljósmynd/Adidas

Adidas auglýsing fyrir íþróttatopp sem sýndi ljósmyndir af berum brjóstum hefur verið bönnuð af breska auglýsingaeftirlitinu fyrir að sýna augljósa nekt. BBC greinir frá.

Myndir af brjóstum tuga kvenna af ýmsum húðlitum, lögunum og stærðum birtust í tísti og á tveimur veggspjöldum.

Adidas sagði að auglýsingarnar „sýni einungis hversu fjölbreytt brjóst eru“ og því hversu mikilvægur sé að finna réttan íþróttatopp.

Standa stolt með skilaboðunum

Talsmaður Adidas í Bretlandi sagði að Adidas stæði stolt á bak við skilaboðin sem það hélt áfram að birta á vefsíðu sinni.

Tístið var birt í febrúar með orðunum: „Við teljum að brjóst kvenna af öllum stærðum og gerðum eigi skilið stuðning og þægindi. Þess vegna inniheldur nýja íþróttabrjóstahaldaralínan okkar 43 stíla, svo allir geti fundið réttu stærðina."

Auglýsingaeftirlitinu bárust 24 kvartanir um að nektarnotkun auglýsingarinnar væri tilefnislaus og hlutlægði konur með því að kyngera þær og smækka þær niður í líkamshluta en einungis brjóst kvennanna sáust á myndunum.

Fyrirsæturnar buðu sig fram

Adidas sagði að myndirnar hefðu verið klipptar til að vernda auðkenni fyrirsætanna og til að tryggja öryggi þeirra, og bættu við að allar fyrirmyndirnar sem sýndar voru hefðu boðið sig fram í auglýsingunni og studdu markmið hennar.

Auglýsingaeftirlitið taldi ekki að auglýsingarnar væru kynferðislegar en töldu líklegt að þær gætu móðgað fólk.

Auglýsinguna sem var deilt á Instagram má sjá hér fyrir neðan:

View this post on Instagram

A post shared by adidas Women (@adidaswomen)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert